fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Hluti af NZ ferdasogunni

Sma hluti af NZ ferdasogunni...en nu sitjum vid a netkaffihusi og bidum eftir ad fara i 18 tima rutuferd langleidis til Cairns....en vid vorum ad ljuka vid ad panta snekkjuferdina -tar sem vid aetlum ad eyda helginni:)
Nýja Sjáland hefur svo sannarlega komið okkur á óvart á margan hátt en fyrst of fremst veðurfarslega séð. Hér er nefninlega KALT!. OK. það er kannski ekki -5 eins og heima eða eitthvað en þegar maður er með fleiri hlýraboli, kjóla og bikini í töskunum en fleece og föðurland, þá er kannski ekki nema vona að við Guðrún þjáumst af krónískum hrolli. Tessi finu fleece-teppin okkar eru heldur ekki að virka sem skyldi enda meira lagt upp úr brjálaðri litasamsetningu en hitaeinangrun í hönnuninni. Hitinn er samt búinn að vera á bilinu 9-15 en spáin segir að það séu sólardagar í nánd. Við bíðum spenntar með sólgleraugun á nefinu útmakaðar í sólarvörn!
Suðueryjan er samt falleg og stórbrotið landslagið er vel þess virði að sjá. Hér eru fjöllin há og stórfengleg og gróðri vaxin frá jörðu til himins. Landslagið er mjög ólíkt norðureyjunni en hér eru jöklar og djúpir firðir og búa færri á suðureyjunni en þeirri nyðri og Maoriar eru fáséðir en þeir búa aðallega á norðureyjunni. Það rignir líka meira hér á suðureyjunni að því er virðist en það hefur nefnilega rignt nokkuð á okkur. Við þurftum m.a. að hætta við ferð okkar til Abel Tasman þjóðgarðsins sökum veðurs en það var stormur og þrumuveður í aðsigi þegar við ætluðum að fara þangað.
Við ákváðum því að taka því rólega og slappa af í Nelson og fórum á kaffihús, í bíó og skoðuðum okkur um. Á laugardagskvöldið var stefnan tekin á djammið en við fórum fyrst út að borða og svo á e-n rólegan pöbb þar sem tveir "gaurar" voru að spila. Við fórum svo á "The Rock" sem er víst vinsælasti skemmtistaðurinn í Nelson. Eins og nafnið gefur til kynna voru rokklög meginuppistaðan í tónlistarvalinu á staðnum en þarna voru líka spiluð alls konar lög. Áhangendur þessa staðs voru allt frá grænum og forvitnum túristum upp í útjaskaðar kellingar, sveitta sveitakarla, stráka með spangir og svo aragrúi af 16 ára unglingum...já og svo við! Gaurarnir á Nýja Sjálandi búa líklega ekki í Nelson...þeir allavega stunda ekki The Rock en reyndar lenti Guðrún á sjens með einum eldheitum úr sveitinni, meira að segja Joey úr friends look-a-like!!
Frá Nelson keyrðum við beint til Panakaiki til að sækja Elsu en hún ætlar að koma með okkur áfram um suðureyjuna. Panakaiki var í sjálfu sér ekki stórmerkilegt stopp fyrir utan að á eina veitngastaðnum á tjaldstæðinu var heimskort þar sem fólk átti að merkja inn hvaðan það væri og viti menn, þar var ein teiknibóla í Austur-Skaftafellssýslu og gott ef það var ekki bara á HALA í Suðursveit?! Berglind, þú spyrð kannski bróður þinn við tækifæri hvort hann hafi eitt sinn átt leið um Panakaiki á suðureyju NZ!
Við keyrðum svo beint til Fox glacier sem er einn af þekktari jöklum hér á suðureyjunni. Við gistum í bænum yfir nóttina en daginn eftir ætluðum við að labba um- en hættum við það vegna veðurs (rigning...surprise, surprise). Við fórum samt í stutta göngu upp að Fox glacier til að skoða þennan merka jökul sem er um 30 km2. Eftir smá jöklaskoðun keyrðum við til Queenstown þar sem stelpurnar fóru í fimm tíma fjallgöngu en við Guðrún ákváðum frekar að fara í fimm tíma búða-búðagöngu...alveg róleg samt...engar stórfjárhæðir þar...frekar svona minjagripir ; ) Queenstown er vinsæll ferðamannastaður en þarna er hægt að stunda alls konar jaðaríþróttir eins og teygjustökk, svifflug, fallhlífastökk og guð má vita hvað. Þarna er líka hægt að fara í river rafting og ef veðrið verður gott þá munum við líklega fara og rafta smá -kemur í ljós á morgun.
Eftir Queenstown héldum við Te Anau sem er enn minni bær en Queenstown en einnig vinsæll ferðamannastaður áður ef fólk fer til Fjordland þjóðgarsins sem er einn af vinsælustu ferðamannastöðum NZ. Í morgun keyrðum við til Milford sound sem er í þjóðgarðinum og fórum í siglingu um fjörðinn en Fjördland þjóðgarðurinn er að mestu firðir og fjallendi. Því miður var nokkur þoka og smá rigning en það er víst algengt þarna í firðinum svo við vorum bara heppnar með það veður sem við fengum en sól er víst fátítt fyrirbæri þarna um slóðir. Á morgun er svo stefnan tekin á Queenstown enn á ný og þá er planið að kynna sér næturlífið og jafnvel fara í rafting eða gönguferðir. Annars erum við búnar að læra af reynslunni með of mikil plön, það rignir víst líka á Nýja Sjálandi og ferðamennirnir fá ekki alltaf sól og blíðu frekar en á Íslandi.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Brisbane

Ok ok....vid erum kannski ekki alveg ad standa okkur i blogginu! Vid eigum langa ferdasogu fra NZ i tolvunni minni en malid er ad netkaffihusin hafa sum hver ekki diskettudrif...tad er ekki ad ganga upp fyrir okkur af fara a tradlaus netsvaedi heldur tar sem tolvugerpid mitt er i molum :( Ef einhver veit um hagstaett tolvukaupalan sem gildir i utlondum ma sa hinn sami lata mig vita sem fyrst!!

Vid erum nuna i Brisbane en vid lentum i morgun. A naestu dogum munum vid ferdast upp til Cairns med vidkomu a Whitsunday Islands tar sem planid er ad flatamaga i solinni a snekkju i trja daga. Vid vonum ad tad verdi sol en kroniskur kuldahrollur hefur had okkur smavegis eftir NZ... en vid erum allar ad koma til.
Kiktum adeins i budir i Brisbane i dag...Gudrun tapadi ser i budunum og vildi kaupa allan heiminn en "slapp med" ad eyda 20. kalli i snyrtivorur og toskur. Eg keypti hins vegar geggjada graena sko...mig vantadi sko jolasko! Eftir langa baejarferd er mikill trystingur a okkur ad maeta a buningaball a bakpokahotelinu...managerinn a hostelinu-einn saetasti strakur sem vid hofum sed i margar vikur- vill olmur fa okkur uppstriladar i buningum. Vid verdum godar sem svefngenglar eda Zombies. Vid svafum nefninlega a flugvellinum i Christchurch i nott! En hvad sem ollu slefi a flugvollum lidur...ta hofum vid tad mjog gott eins og venjulega og nu er stefnan tekin a ad sleikja solina og na ser i sma brunku...í stíl vid allt fína dótid okkar!

Brisbane er fin borg en vid aetlum ad stoppa lengur i bakaleidinni en vid fljugum til Fiji fra Brisbane...hvenaer er ekki vist...tad veltur allt a verslunarferdunum!

Knus&Kram fra Koalabjornunum i Brisbane...ja og okkur lika ;)

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Blogg o.fl

Nu erum vid komnar til Christchurch og munum fljuga til Brisbane i nott. Ta munum vid setja inn blogg fra sidustu dogum. Tad vill nefninlega svo oheppilega til ad internetkaffihusin her eru ekki i haesta gaedaflokki...en verdid midast vid tad.

Bless i bili!

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Ymsar uppakomur a Nyja Sjalandi

Það er vægast sagt mikið búið að gerast síðustu daga hjá okkur svo ekki sé talað um ófyrirsjánlega atburði sem við munum aldrei gleyma. Guðrún hefur ákveðið að taka til baka fyrri fullyrðingar um aksturshæfni sína...en hún keyrir ekki eins og innfæddur heldur BETUR!! Við höfum kynnst aksturslagi Nýsjálendinga, ekki bara með eigin augum heldur hefur líka reynt á það meira en við höfðum ímyndað okkur- en meira um það hér á eftir.

Norðureyjan
Við komum til Auckland og ákváðum fljótlega að leigja okkur bílaleigubíl því það kom betur út fyrir okkur en að hlunkast í rútu þessa fjóra daga sem við höfðum til að ferðast um norðureyju NZ. Við brunuðum í sól og síðar sólsetri norður til Kerikeri, nálægt Bay of Islands sem er flói sem er annálaður fyrir hvítar og fallegar strendur og því mikill ferðamannastaður. Alla leiðina norður eftir áttum við varla orð yfir náttúru norðureyjunnar en sveitirnar eru grænar og grösugar og það er endalaust af kúm og rollum hvert sem litið er, jafnvel nálægt þorpum. Okkur fannst við alltaf vera ad keyra inn í málverk. Við gistum í bændagistingu hjá Svía sem er búinn að búa í NZ í mörg ár. Því miður svaf Guðrún lítið þá nóttina en alter ego-ið hennar, Spider detective, var á vakt þessa nótt. Við vöknuðum svo um átta um morguninn daginn eftir með mandarínur í farangrinum frá Svíanum, sem leist engan vegin á akstursplön okkar sem innihélt fleiri hundruð kílómetra daglega. Við stoppuðum fyrst við Bay of Islands til að borða morgunmat og keyrðum svo suður eftir með fram ströndinni og inn á milli grænna hóla og grónna sveita. Stefnan var tekin á Rotorua en bærinn er annálaður fyrir hveri og mikla hveravirkni sem og marga Maori íbúa. Við gistum þar um nóttina í herbergi ásamt þremur Nýsjálendingum, einni konu og tveimur stelpum, ekki alveg það sem við áttum von á á bakpokagistiheimili. Nýsjálendingarnir voru saman í skólaferð og voru að kynna sér ferðastarfsemina en stelpurnar tvær voru í e-u túristanámi. Við fórum með þeim út að borða kvöldið sem við komum og við skiptumst á fróðleik um Nýja Sjáland og Ísland...komumst að ýmsu það kvöldið.
Daginn eftir fórum við til Hell´s gate sem er hverasvæði og það sem kom okkur mest á óvart þar voru líklega villtu páfuglarnir sem vöppuðu þarna um í sínu mesta sakleysi og alveg óhræddir við okkur túristana. Frá Hell´s gate var ferðinni heitið áfram til Whakakhawakhawa eða eitthvað álíka....en það er frekar erfitt að muna öll maorisku bæjar og staðarheitin! Whakakhawakhawa er maoria bær í Rotorua en þar búa um 70 Maoriar á hverasvæði og eru með leiðsögn um svæðið fyrir ferðamenn. Við fórum í einn slíkan túr um svæðið sem var mjög fræðandi og áhugaverður en Maoriar þarna um slóðir nýta hverina til að hita húsin sín, elda í nokkurs konar gufu kössum, eða Maori microwave eins og gædinn okkar kallaði þetta. Maoirar nýta einnig heita vatnið fyrir heita potta eins og Íslendingar...merkilegt nokk! Að lokinni Maoria heimsókn fórum við til Acrodome sem er svona rollu-kúa-túrista sjóv en þarna fórum við á fræðslusýningu um 15 ólík rollukyn sem eru ræktuð hér á Nýja Sjálandi. Þetta hljómar rosalega óspennandi kannski fyrir sum ykkar en þetta reyndist vera hin besta skemmtun en vöðvastæltur sveitagaur í hlýrabol stjórnaði sýningunni og rúði eina rollu fyrir okkur á mettíma en rollurnar í NZ eru allt öðruvísi en heima - rollurnar hér eru með eflaust tíu sinnum þykkari ull og mjög undarlegar í útliti miðað við það sem maður er vanur að heiman. Hann fræddi okkur einnig um muninn á rollunum, reyndar verð ég að segja að trú mín á gáfnarfari sauðfénaðs jókst til muna en hrútarnir vissu nákvæmlega á hvaða bás þeir ættu að fara. Kannski ekki skrítið miðað við að sýningarnar hafa staðið yfir í nokkur ár og það eru nokkrar á dag. Það var auk þess heilmikið show að fylgjast með áhorfendum á sýningunni sem margir hverjir hafa eflaust aldrei snert dýr áður, hvað þá mjólkað en það var mjög fyndið að sjá eina kellu frá Kóreu bretta upp ermarnar og ,,mjólka‘‘ einn spena í skærri birtu ljósmyndaflassa áhorfenda sem voru flestir frá Kóreu. Eftir annamikinn dag tókum við því rólega og fórum snemma að sofa enda var mikil keyrsla fyrir höndum daginn eftir.

10.nóvember...dagurinn sem aldrei gleymist!
Við vöknuðum snemma þennan dag enda var ætlunin að bruna niður til Wellington sem er höfuðborg NZ og staðsett syðst á norðureyjunni. Við vorum komnar út um kl. 9 og vorum á leiðinni út úr bænum og búnar að keyra í um 5 mínútur þegar bíll birtist allt í einu hægra megin við okkur (það er vinstri umferð í NZ) og þrusaðist í hliðina á bílnum. Við semsagt lentum í ÁREKSTRI en til að hafa allt á hreinu áður en þið lesið áfram þá erum við ómeiddar og við vorum í 200% rétti og þurfum ekki að borga krónu fyrir tjónið. Við fórum strax út úr bílnum og mín fyrsta hugsun var ,,hvert fór konan sem keyrði okkur‘‘ en það er algent að fólk sé ekki tryggt hér í NZ og því kemur fyrir að fólk flýr af vettvangi þegar árekstrar verða. Konan hafði þrusast yfir gatnamótin á hliðargötunni en hún var vitanlega í algeru sjokki-rauk til Guðrúnar og athugaði hvort hún væri á lífi (því hún þrusaðist inn í hliðina þar sem Guðrún sat). Við héldum ró okkar enda í algerum rétti þar sem við vorum bara að keyra beint eftir aðalgötunni á 45 km hraða. Það var strax hringt á lögguna fyrir okkur því bíllinn var ekki ökuhæfur en hann snérist 180 gráður í árekstrinum, grindin beyglaðist, Guðrún gat ekki opnað hurðina og afturdekkið mín megin affelgaðist og var í algerum tætlum. Það var hálfger synd að bíllinn var þetta tjónaður en hann var alveg glænýr og hafði aðeins verið keyrður 20 km þegar við fengum hann. Löggan kom svo og tók skýrslu en þeir voru mjög almennilegir og þetta gekk allt fljótt og örugglega fyrir sig. Löggan sagði okkur svo að konan sem klessti á okkur væri ekki með bílpróf og hefði verið tekin áður fyrir umferðalagabrot og margbúið að ítreka við hana að hún mætti ekki keyra. Við vorum að reyna að finna út úr því hvernig þetta gat gerst og okkar niðurstaða er sú að hún hafi í raun verið að keyra á móti umferð, tekið eftir því og beygt þvert í veg fyrir okkur, en ekki verið að keyra úr gagnstæðri átt líkt og hún vildi meina. Hún var reyndar sjokkeruð og því ekki skrítið að hún hafi ekki hugsað skýrt. Hún sagði að karlinn hennar myndi drepa sig þegar hann kæmist að þessu...kannski ekki heldur skrítið þar sem hún var bílprófslaus og ótryggð...ekki það gáfulegasta sem maður gerir. Við fengum svo far með togbílnum á e-ð verkstæði þar sem við fengum heldur betur góðar móttökur. Það var útséð með það að við þyrftum að bíða eftir nýjum bílaleigubíl í fjóra tíma. Einn karlinn fékk konuna sína til að keyra okkur niður í bæ, reyndar fórum við ekki alveg niður í miðbæ, frekar svona ,,Skútuvoginn‘‘ þar sem við kynntum okkur Húsasmiðju, Gripið og greitt og Blómaland Nýja Sjálands. Þarna reyndist einnig vera skórmarkaður og vitanlega þurftum við e-r skaðabætur eftir áreksturinn svo við fórum þaðan út með sitthvort skóparið, Guðrún með rússkinnsstígvél og ég með háhælaða gullskó (já...annað par, maður á aldrei of lítið af gullskóm!). Við vorum svo pikkaðar upp frá Skútuvoginum og keyrt aftur í togfyrirtækið. Þar fengum við svo menningarfræðslu um uppruna Maoria en einn starfsmaðurinn var háttsettur Maori sem bíður þess að verða gerður höfðingi yfir sinni ætt. Nýi bíllinn kom svo að lokum og við héldum af stað til Wellington reynslunni ríkari bæði aksturslega séð og einnig menningarfræðslulega séð. Við komum svo til Wellington um átta um kvöldið en þurftum að bíða til hálf eitt til að geta bókað okkur í ferjuna sem fer til Picton á suðureyjunni. Við fengum far með e-m starfsmanni á bakpokahóteli niður í bæ og þaðan fórum á e-n pizzustað sem virtist vera fínn í fyrstu en þegar pizzubiðin tók að lengjast og hópar af 16 ára unglingum streymdu inn, fórum við að sýna á okkur fararsnið þó ekki fyrr en við vorum búnar að gúffa í okkur langþráðri pizzunni.
Við tókum svo ferjuna og ætluðum að reyna að sofa á leiðinni en það var ólýsanlega kalt í ferjunni og við fengum bara eitt teppi lánað og lágum saman undir því á gólfinu í fósturstellingunni til reyna að halda á okkur hita þessa þrjá tíma sem virtust vera sex. Við getum ekki sagt að það hafi verið mikið um hvíld þá nótt.

Suðureyjan
Við komum til Picton um 5 um morguninn og keyrðum strax af stað til Christchurch á austurströnd suðureyjunnar en þar ætluðum við að hitta Silvíju og Rebekku og keyra með þeim þvers og kruss um suðureyjuna. Maggi og Elsa sem búa í NZ lána okkur bíl til að ferðast á, en Elsa var með Gunsu og Rebekku í HR. Þegar við vorum búnar að skila bílaleigubílnum...dauðfegnar að losna við hann (það er einfaldlega ekki hægt að treysta NZ-fólki í umferðinni) lögðum við af stað áleiðist til Greymouth sem er smábær á vesturströnd suðureyjunnar. Maggi fór svo út á leiðinni (þar sem hann býr) og við héldum áfram. Fyrir þá sem eru stressaðir yfir frekari akstri um NZ (þar á meðal þú mamma) þá hugsa ég að við Guðrún munum ekki keyra mikið meira í þessari ferð um NZ, en Rebekka er einkar góður bílstjóri og vön vinstri umferð en eftir áreksturinn höfum við ekki mikinn áhuga á að keyra sjálfar. Guðrún sá reyndar alfarið um aksturinn enda góður ökumaður og líkaði vel allt til 10. nóv. en mér finnst yfirleitt best að vera framm-í-sætis-farþegi svo ég geti glápt úr mér augum án þess að velta umferðinni mikið fyrir mér...auk þess sem ég er einkar góð kortamanneskja og leiðsögumaður.
Við erum búnar að fjárfesta í holidaypark passa en það er svona passi sem veitir okkur afslátt á gistingu á húsbílastöðum og svoleiðis en það er mjög hagkvæmt og við erum að fá nóttina á um 600 kall...gerist varla betra. Við byrjuðum gærdaginn svo á Shantytown sem er hálfgert safn um gullgröft hér um slóðir og stelpurnar prófuðu meira að segja að leita að gulli og fengu gullflögurnar með sér heim. Hvort þær dugi í hringa tel ég ólíklegt en gull er samt gull! Á leiðinni stoppuðum við í þjóðgarði og skoðuðum ,,limestone‘‘ kletta við ströndina og svo stoppuðum við á öðrum stað þar sem mikið af sel. Um kvöldið gistum við rétt fyrir utan Westport sem er bær á vesturströnd suðureyjunnar. Það er mjög gaman að keyra um hér á NZ en þegar maður er komin út fyir borgirnar þá má segja að þetta sé allt frekar sveitó hér, ekki ólíkt því sem maður þekkir að heiman. Þrátt fyrir að íbúatalan í þorpum og bæjum hér sé nokkuð hærri en heima þá einkennast bæirnir hérna af rólegheitalífi og þvíumlíku. Það lítur þó út fyrir að í sumum bæjum sé meira fjör en annars staðar en meira að segja hér í Westport er singles-klúbbur! Við vorum að hugleiða það að skrá okkur en þar sem við erum ekki með varanlega búsetu þá er það ólíklegt að við fáum að vera með. Westport er kannski ekki vænlegur vettvangur fyrir makaleit nema maður vilji setjast að í sveitinni á Nýja Sjálandi með sveitagaur í hlýrabol sem getur rúið 300 rollur á dag. Enginn veit þó sína ævi fyrr en öll er!!!!!!!

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Nyja Sjaland

Allt of langt milli blogga...tad er bara buin ad vera svoddan rosaleg keyrsla a okkur sidustu daga. Maettum til Nyja Sjalands a hadegi sidasta sunnudag og akvadum ad leigja okkur bil og keyra um nordur eyjuna a 4 dogum-sem er alveg ad takast og vel tess virdi. Tok sma tima ad venjast tvi ad keyra vinstra megin-en held eg se nu alveg ad verda eins og infaedd (Gudda gella)...tetta er nefnilega meira en ad segja tad...girstongin lika vinstra megin og ruduturrkurnar....Her er mjog fallegt og mjog gaman ad keyra um. Fyrstu nottina gistum vid a baendagistingu...en tar sem husid var takid konguloavefjum gat eg (Gudda gella) EKKERT sofid. Nu erum vid hins vegar i Rotorua a tessu fina gistiheimili med 3 nysjalenskum stelpum og akvadum tvi ad gista her i 2 naetur....naestu nott munum vid svo eyda i ferju milli nordur og sudur eyjunnar....alltaf ad spara (akvadum ad taka ferjuna um nott.....en tad er sparnadur upp a 40 NZ dollara). Her i Rotorua erum vid bunar ad fara ad Hell's Gate...en tad er hverasvaedi her rett hja, skoda Maratorp og hvernig teir lifa og endudum svo daginn a ad fara a landbunadarsyningu...tar saum vid alls kyns rollur...orugglega ein 20 kyn og beljur, pony hesta og fleira....mjog ahugavert fyrir dyraaddaendur!!
A morgun turfum vid svo ad vakna snemma til tess ad bruna af stad ti Wellington.....
meira verdur tad ekki ad sinni ...vonandi naum vid ad skrifa meira naest.

Sydney

Her kemur sma blogg um Sydney en vegna taeknilegra ordugleika gatum vid ekki hent tessu inn a bloggid fyrr. Tetta er tvi midur nokkud gamalt en vid vildum ekki sleppa tessu. So here goes...

Mættar til Sydney-sem er ein af skemmtilegustu borgum sem við höfum komið til....slagar hátt í Kaupmannahöfn. Flugið var mjög gott og fljótt að líða og ekki skemmdi fyrir hvað einn flugþjónninn var myndarlegur...svoldið samkynhneigður en samt með því skásta sem við höfum séð hingað til.
Við lentum í Sydney síðasta föstudag og komum okkur fyrir hjá Cameron sem er strákur sem Brynja kynnist þegar hún var skiptinemi í CPH. Hann og kærasta hans Allie búa rétt við endann á Oxford street og erum við því í göngufæri frá miðbænum og þetta er því mjög góð staðsetning. Fyrsta daginn máttum við til með að kanna hvað búðirnar í Sydney hafa upp á að bjóða og komum við báðar heim með poka fulla af dóti....en hér er vægt til orða tekið mjög gott að versla og erfitt að halda fast í budduna:( Það sem meira er, er að hér eru pallíettur málið svo ég (Brynja) er í hálfgerðri pallíettu paradís!
Föstudagskvöldið var svo tekið rólega þar sem Allie og Cameron voru búin að bjóða okkur með sér í þrjú partý á laugardeginum ásamt því að keyra okkur í Blue Mountains og rúnta um borgina. Laugardagurinn var svo tekinn með trompi, vöknuðum 09:00-skelltum okkur í hlýraboli og þræddum öll moll í leit að byssum. Eitt partýiið um kvöldið var nefnilega Halloween costume partý og þemað var DEAD CELEBS. Við höfðum náttúrulega engan búning en ákváðum að gera okkar besta til að vera Marlyn Monroe (Brynja) og Bonnie (Guðrún) as in Bonnie and Clyde og vantaði mig því sárlega byssu. Eftir að hafa loksins fundið byssu sem er ansi erfitt eftir 11.september var stefnan tekin á Blue Mountains. Blue Mountains er þjóðgarður sem er einn af vinsælli ferðamannastöðum í nágrenni Sydney en þar er að sjá háa klettaveggi og mikil gil. Þar var þó stutt stopp í þetta sinn og eftir Blue Mountains komum við við hjá foreldrum Allie en hún þurfti að ná í aukadót fyrir búninginn sinn. Því næst fórum við í grillpartý hjá vinum Cameron og Allie og þar var veglega tekið á móti okkur og skemmst frá því að segja að við átum yfir okkur og drukkum einnig veglega af ástralska gæðavíninu sem við vorum með.
Dagurinn var þétt planaður svo þegar við komum heim hentumst við í sturtu og græjuðum okkur fyrir búningapartýið, Guðrún sem Bonnie, ég sem Marilyn Monroe (eða öllu heldur þekkt íslensk persóna, en hárgreiðslan misheppnaðist hálfpartinn svo ég var ekki sérlega trúanleg sem MM.) Allie var klædd sem Audrey Hepburn og Cameron sem Don Bradman, þjóðþekktur krikketspilari í Ástralíu. Áður en við fórum í búningapartýið komum við við í kveðjupartý hjá vinkonu Cameron og svo tættum við af stað í búningapartýið þar sem einnig var að finna Fridu Kalo, Che Guevera, Marilyn Monroe ásamt fjölmörgum öðrum "látnum" þekktum einstaklingum.
Sunnudagurinn var frátekinn fyrir rólegheit og tjill en við fórum niður á BONDI strönd. Helmingnum af Sydney íbúum virtist hafa fengið sömu hugmynd og við en það var hálfgerð umferðarteppa á leiðinni til Bondi enda einkar fallegur og sólríkur dagur. Við fórum á rosa fínt kaffihús og röltum um ströndina og nágrennið. Bondi er virkilega spennandi staður til að búa á, hellingur af flottum kaffihúsum, ströndin er falleg og útsýnið sömuleiðis...og ekki skemmir fyrir að þetta virðist vera svaka vinsælt "hang-out" meðal gauranna. Það var gaman að sjá að allir ófríðu Ástralarnir sem við sáum á Bali virðast ekki búa í Sydney-þvert á móti eru gaurarnir hér í borg. Ég (Brynja) fékk þá snilldarhugmynd að skrifa mastersritgerðina mína hér í Sydney og búa hér í nokkra mánuði. Guðrúnu leist vel á þá hugmynd enda fáir staðir eins freistandi til búsetu og Sydney.
Í dag röltum við svo um borgina og sáum óperuhúsið og höfnina. Við sóttum svo myndirnar okkar, keyptum símakort og stússuðumst aðeins. Við erum enn að reyna að græja myndir og svoleiðis fyrir bloggið okkar, en málið er að við verðum eiginlega að finna kaffihús með þráðlausri nettengingu til að græja það, þar sem flestar myndir eru geymdar í tölvunni. Vonandi finnum við út úr því fljótlega svo við getum sýnt ykkur allar sólarmyndirnar :)
Jæja, eins og Guðrún sagði, þá keyptum við farmiða aðra leiðina til Nýja Sjálands, nánar tiltekið stærstu borgar landsins, Auckland. Þangað förum við á sunnudagsmorgun og munum svo ferðast þaðan til suðureyju NZ þar sem við förum í road trip með vinkonum Guðrúnar. Semsagt spennandi dagar framundan...ja eða öllu heldur mánuðir.
2.nóvember er stór dagur í Ástralíu en þá eru Melbourne cup veðreiðarnar. Melbourne cup eru landsþekkt veðreiðakeppni en þrátt fyrir að stærsta keppnin sé í Melbourne, þá eru minni veðreiðar um allt land. Í Victoria, þar sem Melbourne er, er dagurinn opinber frídagur en í öðrum fylkjum líkt og hér í Sydney, þá er algengt að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu frí eftir hádegi til að fara á veðreiðarnar eða fylgjast með í sjónvarpinu. Þetta er sem sagt mjög stór dagur og okkur skilst að það sé algjör skyldumæting á þennan viðburð. Það er hefð fyrir því að dressa sig upp með stæl og mjög algengt er að konurnar fari í kjólum með hatta og sólgleraugu á veðreiðarnar. Að því tilefni kíktum við í aðeins fleiri búðir og keypti ég (Guðrún) mér pallíettublóm í hárið og fallegt glingur til að falla betur inn í hópinn!! Við létum það þó kyrrt liggja að kaupa alvöru ,,veðreiðahatta‘‘ enda kannski ekki mikil not fyrir þá á bakpokaferðalagi. Við vorum komin á svæðið um 11:00 og það var mikil stemming. Það var glampandi sól og svolítil hitastækja en það hafði rignt hressilega um nóttina og reyndar var búið að spá rigningu og þrumuveðri um daginn. Við vorum nokkur saman, en vinir Allie og Cameron mætti líka svo þetta var nokkuð stór hópur. Aðalveðreiðarnar voru svo um þrjú leytið en þær voru sýndar beint frá Melbourne. Cameron veðjaði á sigurmerina og það færði honum 84 dollara eða um 4200 kall. Þegar veðreiðarnar voru nýafstaðnar fór að rigna og fólk hljóp í skjól til að forða dýrum kjólum, höttum og jakkafötum frá afskræmingu. Það var svolítið fyndið að sjá hálfkenndar kampavínskellingar staulast um í rigningunni að reyna að finna skjól...ekki sjón sem maður sér á hverjum degi. Eftir veðreiðarnar fórum við svo á breskan bar þar sem systir hans Cameron vinnur og fengum okkur meira kampavín. Þaðan fórum við svo heim enda orðin frekar þreytt eftir átta tíma veðreiðadag/djamm.
Annars er restin af vikunni aðallega búin að fara í göngutúra um borgina og liggja á strönd með góðar bækur....eða ferðalagabæklinga.
Rebekka, vinkona Guðrúnar kemur til Sydney í dag og stefnan er tekin á smá djamm í kvöld. Morgundagurinn fer svo væntanlega í smá þreytu og þ...ku en svo þurfum við einnig að pakka dótinu okkar saman en aðfaranótt sunnudags förum við út á flugvöll áleiðis til Auckland á norðureyju Nýja Sjálands. Við munum sem sagt blogga frá Nýja Sjálandi næst en þangað til segjum við -hafið það gott og góða helgi :)

mánudagur, nóvember 01, 2004

SIMANUMER!!!

Gleymdi.....erum komnar med astrolsk simanumer...svona ef einhver vill bjalla i okkur...

Gudrun-+ 61 424581327
Brynja- + 61 424581328

Mikid vaeri nu gaman ef einhver myndi hringja.....munid tho timamismuninn:) Tad eru 11 timar og vid erum a undan.

Komnar til Sydney

Erum i Sydney og finnst okkur thad FRABAER borg....bunar ad vera a fullu sidan vid komum a fostudaginn en thvi midur vard tolvan batteryslaus thegar vid vorum ad skrifa bloggid tannig ad utlistingin a gjordum okkar kemur ekki fyrr en a morgun....en i dag erum vid bunar ad ganga nidur Oxford street ad operuhusinu og hofninni og aetlum ad stoppa vid a Statravel og tekka med far til Nyja Sjalands en thangad aetlum vid a sunnudaginn naesta.

bless i bili!