föstudagur, desember 31, 2004

Letilíf í Melbourne

Tad eru komnar nyjar myndir inn!!! Tjekkid a tvi!

Eins og kannski flestir vita þá erum við komnar til Melbourne þar sem við höfum bókstaflega legið í leti. Ekki það að það sé endilega slæmt eftir mikið flakk í óbyggðunum en öllu má nú ofgera : ) Annars förum við af stað 3. jan á ný og þá til Canberra...svo það er vissara að vera úthvíldur!!

Bjarki og Silvíja komu 22. des og gistu eina nótt áður en þau héldu áfram ferðalaginu sínu. Þau buðu okkur með sér til vinapars síns í jólaglögg en stelpan er sænsk og strákurinn er Ástrali. Það var rosa gaman að fá smá jólafíling og komast í gott jólaglögg en glöggið var rosalega gott og til að setja punktinn yfir i-ið þá fengum við piparkökur með!
Sigga kom svo á aðfangadag en við tókum því rólega þann daginn því við höfðum ákveðið að halda jólin að kvöldi 25. des eins og Ástralir þó þeir reyndar borði aðal jólamáltíðina og opni pakkana í hádeginu 25.des. Við gerðum svo heiðarlega tilraun til að kíkja í bæinn um kvöldið 24. en bærinn var gjörsamlega dauður svo það var ekki margt annað í stöðunni en að fá sér bara kebab og fara heim að borða! Við byrjuðum ,,aðfangadag‘‘ með smá þynnku og svo hringdi ég (Brynja) heim í familíuna sem var nýbúin að opna pakkana og borða jólamatinn...alveg merkilegt fyrirbæri þessi tímamismunur!

Við höfðum beðið með eftirvæntingu eftir öðrum degi jóla hér í Melbourne en sá dagur er einkum merkilegur fyrir þær sakir að hér hefjast útsölurnar þennan dag og allar búðir eru gjörsamlega fullar af fólki og allir eru að reyna að gera góð kaup. Ég sá meira að segja mann sitja með fulla innkaupapoka af jólagjafapappír sem hann hefur væntanlega ætlað að nota næsta ár.

Nú við fórum svo í tvær dagsferðir eina til Philip Island til að sjá nokkur hundruð litlar mörgæsir þramma í land eftir langan veiðidag út á sjó. Þær voru verulega sætar og það var vel þess virði að standa úti í ca. 10 gráðu hita og hávaðaroki til að sjá þessi krútt. Svo í fyrradag fórum við í dagsferð um Great Ocean Road sem verður að segjast að er með fallegustu stöðum hér í Ástralíu sem við höfum séð. Við vorum alveg heillaðar en það var yndislegt veður, strandlengjan var stórfengleg og sveitirnar voru sérlega grænar og grösugar ekki ólíkt náttúru Nýja Sjálands. Sólin gladdi okkur líka með nærveru sinni en hún hefur verið eitthvað víðs fjarri hérna síðustu dagana í Melbourne. Í gærkvöldi gerðum við upp árið 2004, skrifuðum niður áramótaheit og lögðum drög að heimkomu okkar. Að því tilefni má þess geta að nú er orðið hart í ári hjá okkur vinkonunum og miðað við allar lýsingar vina og vandamanna þá er okkar sárt saknað. Það er því ekki úr vegi að benda á söfnunarsjóðinn ,,Brynju og Guðrúnu heim fyrir Góulok‘‘ en öll frjáls fjárframlög eru vel þegin. Þar fyrir utan á Gunsa gella afmæli 2. janúar og hún kýs að afmælisgjafir séu sendar að Moldnúpi eða lagðar inn á bankareikning hennar. Guðrún mun einnig sitja við símann á afmælisdegi sínum til að taka á móti afmæliskveðjum. Síminn hennar er + 61 42 45 81 327
Á þessari stundu er ekki alveg víst hvað við gerum í kvöld en líklega mun djammið eiga vinninginn yfir dannaðri-út-að-borða stemmara. Ætli við endum ekki á því að fá okkur take-away sushi og drekka svo ótæpilega af freyðivíni fara svo niður í bæ og hressa aðeins upp í fólkinu hér í Melbourne! Hugsið til okkar þegar þið farið á djammið á gamlárs...þá verðum við að vakna upp í þynnkunni 1. jan!

Allavega að lokum viljum við nýta tækifærið og óska öllum vinum og vandamönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs!!! Þökkum allt gamalt og gott og að sjálfsögðu hlökkum við til að sjá ykkur á nýju ári...hvenær það verður veltur þó allt á framlögum í söfnunarsjóðinn ; ) hehe!
Knus&Kram frá okkur
Brynja og Guðrún

P.S Nennir einhver að taka upp áramótaskaupið fyrir okkur? ...Við verðum að hafa eitthvað að gera í atvinnuleysinu þegar við komum heim ; )

P.P.S Gerðum nokkur sameiginlega áramótaheit...það eru kannski ekki allir sammála um hversu erfitt er að fara eftir þeim ; )
Sameiginleg áramótaheit
*Ætlum ekki að byrja að dópa
*Ætlum ekki að byrja að reykja
*Ætlum ekki að verða óléttar
*Ætlum ekki að klippa hárið stutt
*Ætlum ekki að verða peroxið ljóskur
*Ætlum ekki á Scooter tónleika
*Ætlum ekki að hætta drekka
*Ætlum að djamma oft og fallega
*Ætlum að nota ALLT dótið sem við keyptum í útlöndum
*Ætlum að fá góða vinnu sem við verðum ánægðar í
*Ætlum að kynnast sætum brimbrettagaurum...svo við þurfum ekki að eyða peningum í brimbrettanámskeið ; )
*Ætlum að greiða niður skuldir og safna pening
*Ætlum að vera góðar við fjölskyldu og vini
*Ætlum að hugsa vel um sál og líkama og nota góð hrukkukrem

þriðjudagur, desember 21, 2004

Dekur, dekur, dekur!

Nú erum við komnar til Melbourne og njótum góðs af íbúð þeirra Silviju og Bjarka, sem voru svo miklir höfðingjar að bjóða okkur að leigja hana þann tíma sem við erum hér og á meðan þau eru á ferðalagi. Íbúðin er vægast sagt mjög fín en hún er staðsett í íbúðarbyggingu sem minnir á Will & Grace eða Sex an the City...það er stíll á okkur! Minnum a blogg fra Darwin sem er her fyrir nedan og myndirnar sem eru a tenglalistanum her til haegri undir myndir 1.

Í Melbourne eru aðeins um 22 gráður eða svo sem er kærkomin tilbreyting eftir 40 stiga svækjuna sem við upplifðum í Alice Springs og Uluru. Við sem sagt fórum frá Darwin (líka í svækju) á föstudaginn og lentum síðdegis í Alice Springs þar sem beið okkar bílaleigubíll. Þetta hljómar kannski svakalega ,,fancy‘‘ þar sem við eigum að heita bakpokaferðalangar en eftir miklar vangaveltur þá komumst við að því að þetta væri einfaldlega vænlegasti og ódýrasti ferðamátinn fyrir okkur, auk þess sem við þurftum ekki að sofa í tjöldum og hætta því að eyða nóttunum með einhverjum af ótal eitruðu dýrategundunum sem Ástralir státa sig af. Við keyrðum svo kaggann, Nissan Pulsar eða einhvern fimm dyra bíl fjölskyldubíl, til Alice og bókuðum okkur á hostel sem var lítt spennandi. Ákváðum að kíkja á bæjarlífið í Alice en það vildi svo skemmtilega til að það var einskonar jólafestival í gangi og mikið að gerast. Við kíktum líka aðeins í búðir, einfaldlega vegna þess að loftkælingin þar var svo góð. Svo óheppilega vildi til að þessar sömu búðir höfðu einnig ágætis fataúrval og því ákváðum við að kaupa einn eða tvo minjagripi í þessari ferð. Áströlum virðast nefnilega engin takmörk sett í framleiðslu ljótra minjagripa. Eftir smá búðakælingu röltum við um pleisið og sáum óteljandi marga fulla Aborigines, eða frumbyggja Ástralíu, sem virðast í fljótu bragði vera sjálfum sér nógir, berfættir í graslendi með eina bokku eða svo. Það má vera að sumum finnist ég (Brynja) heldur harðmælt í garð þeirra en öfugt við það sem við Gunsa höfðum ímyndað okkur virðist það því miður vera raunin með marga frumbyggja en að sjálfsögðu má ekki fullyrða um alla frumbyggjana út frá nokkrum einstaklingum. Félagsleg vandamál meðal frumbyggja eru þó algeng hér um slóðir en eflaust vilja sumir meina að félagslegu vandmálin og rót vandans liggi í m.a. slæmri meðferð Ástrala á frumbyggjunum eða allt frá því að evrópski maðurinn hóf komu sína hingað. Allt frá innreið Evrópumanna hafa frumbyggjar þurft að sæta harðri meðferð s.s. þrældómi og börn voru fjarlægð frá heimilum sínum og sett á munaðarleysingjahæli eða til ástralska fjölskyldna til að ,,kenna þeim vestræna hugsun.‘‘ Þetta er of löng og flókin saga svo hægt sé að rekja hana hér svo hún bíður betri tíma.

Við fórum snemma að sofa kvöldið í Alice enda var langur dagur framundan. Við vöknuðum um fimm um morguninn til að keyra af stað til Uluru eða um 450 km leið. Það varð fljótlega ansi heitt í bílnum og loftræstingin var aðeins til málamynda. Við ákváðum að sleppa Kings Canyon í þetta skiptið enda sáum við fram á 400 km auka keyrslu sem er einfaldlega of mikið á einum degi. Við stoppuðum í Yulara resort sem er loka áningarstaður fyrir Uluru. Eftir kjullaborgara og smá upplýsingar héldum við af stað til Cultural Center í Uluru og Kata Tjuta þjóðgarðinum þar sem við fengum frekari upplýsingar og keyrðum svo í kringum Uluru. Það var skrítin tilfinning að vera loksins komin að einu helsta kennileiti Ástralíu eftir að hafa einungis séð Uluru á myndum og í sjónvarpinu. Það er misjafnt hversu mikið fólki finnst koma til Uluru en að mínu mati var það ákveðin upplifun þó svo að ég sé ekki ,,frelsuð‘‘ eða eitthvað álíka. Í mínu tilfelli fólst upplifunin einkum og sér í lagi í því að mér hafði í raun og veru tekist að uppfylla einn af mínum draumum, þ.e að sjá Uluru með eigin augum sem er ákveðin staðfesting á því að maður á að leyfa sér að dreyma, því hver veit nema draumarnir rætist á endanum. (....ok, ok...ég er á öðrum bjórnum í kvöld...!)

Eftir keyrsluna í kringum Uluru tókum við stefnuna á stutta gönguferð. Hitinn fór eitthvað illa í Guðrúnu svo hún ákvað að vera eftir og jafna sig meðan ég hélt af stað í gönguferð upp að e-u vatnsbóli. En á meðan gat hún gert það sem er mælt með-að hlusta á Uluru....hún heyrði nú eitthvað en fannst þetta ekkert of merkilegt. Þegar því var lokið sáum við fram á að við gætum einfaldlega ekki meira í þessum hita svo við tókum stefnuna upp á hostel þar sem við fórum í langþráða sturtu og þaðan ofan í laug. Það er einfaldlega ekki eðlilegt hvað maður svitnar í þessum hita, vildi óska þess að maður grenntist í samræmi við það sem maður svitnar hér...og ef svo væri, þá værum við löngu orðnar 90-60-90 og hefðum ekki undan að senda víðu, gömlu fötin okkar heim!!!! Þegar líða tók á kvöldið keyrðum við aftur til Uluru, eða svo gott sem, til að ná sólsetrinu ásamt tugum ferðamanna. Sólsetrið brást okkur eitthvað en það var skýjað akkúrat þar sem sólin settist. Sólsetrið var því ekki alveg eins og við vonuðumst til en hey...við munum líka seint teljast heppnar! Að vísu var himininn mjög fallegur og sérstakur á litinn...nánast svona skærfjólublár...sem var mjög flott...en það kom klettinum ekkert við og hann var ekkert merkilegur í þessu sólsetri.

Daginn eftir var einnig vaknað snemma til að ná sólarupprás á milli Kata Tjuta og Uluru svo við gætum séð það besta af báðum ferðamannastöðunum. Sólarupprásin var fín...líka ský fyrir sólinni í það skiptið. Ég var farin að halda að skýin við Uluru og sólin væru í nánu samstarfi við sólarupprás og sólsetur!!! Eftir sólarupprásina var stefnan tekin á Kata Tjuta til að skoða þann ferðamannastað. Við lögðum þó ekki í neinar gönguferðir þann daginn, ekki víst að ferðatryggingin dekki afleiðingar hitaflogs og sólstings vegna skemmtigöngu í 40 gráðu hita?! Við vorum vitanlega snemma á ferð þennan dag svo við tókum því rólega fram að brottför frá Uluru til Melbourne sem var um hádegi...lögðum okkur m.a út í vegkanti í smá stund, bara svona rétt til að hvíla augun...
Komum til Melbourne síðdegis í gær og komumst fljótlega upp í íbúðina hjá Silviju og Bjarka...gleymdi víst að fá húsnúmerið...dó! Fórum snemma í háttinn og sváfum í 12 tíma svo eitthvað hljótum við að hafa verið þreyttar eftir allt ferðalagið. Fórum svo út á upplýsingamiðstöðina í dag og pöntuðum okkur tvær dagsferðir milli jóla og nýárs, auk Neighbours ferðar þar sem við munum kynna okkur sögu nágranna og jafnvel hitta þekkta ástralska leikara...víííííí! Hafið augun opin þegar þið skoðið Séð og Heyrt á næstunni...hver veit nema við sendum myndir af okkur í faðmi Nágranna!!!!....RIGHT!

mánudagur, desember 20, 2004

In the outback!

Her er ferdasagan okkar fra Cairns til Darwin en vegna frumstaedra tolvuskilyrda ta er hun fyrst ad komast a netid nuna. Erum annars komnar til Melbourne eftir ANSI HEITA DAGA i Alice Springs og hinum heim.ekkta Uluru eda Ayers rock...meira um tad sidar.

Síðustu dagar hafa svo sannarlega verið ólíkir öllum þeim sem við höfum upplifað síðustu vikur. Við vorum sóttar á hostelið okkar í Cairns kl. 6 um morguninn...já það er sko sjaldan ef ekki aldrei sofið til hádegis hér! Við vorum frekar þreyttar en við fórum ekki að sofa fyrr en um 2 um nóttina en við fórum og hittum norsku stelpurnar sem við kynntumst á Bali og svo Magnús sem var með mér (Brynju) í ritstjórn Stúdentablaðsins síðasta vetur en hann var skiptinemi á NZ en fór svo að ferðast um OZ. Allavega, við vorum sóttar ásamt um 20 öðrum farþegum sem voru á leiðinni í þessa sömu ferð til Darwin. Fyrsta stopp var í regnskógi stutt frá Cairns en tilgangurinn var að fara í tveggja tíma gönguferð í regnskóginum. Við ákváðum að sleppa þessari göngu, enda hálf skólausar, þreyttar og já...hálf áhugalausar líka. Við vorum því þær einu sem urðu eftir en við nenntum engan veginn að labba í drullu og með blóðsugur á fótunum í 35 stiga hita til að sjá e-n foss...til þess eru heimildarmyndir...miklu þægilegri máti til að kynna sér regnskógana! Miðað við ummæli þeirra sem við spurðum misstum við víst ekki af miklu en hitinn og rakinn fór misvel í fólk ...fyrir utan blóðsugurnar-sem héngu ennþá á sumum þegar þeir komu inni í rútu...viðbjóður!. Við héldum þó fljótlega af stað á ný en fyrsta daginn voru nokkur fleiri stopp en engar gönguferðir svo það var fínt. Meðal annars stoppuðum við hjá gaur sem tileinkar sér slöngur og snáka. Við vorum nú frekar hræddar við slöngurnar en á meðan Brynja fór í búðina kemur skoskur strákur úr ferðinni í fáti til mín (Guddu gellu) og segir,, you have to take it I´ve got to go and get some drink‘‘ og skutlar Python slöngunni í mig....ég reyndi að halda kúlinu og bíða þangað til Brynja kæmi til mín og myndi taka mynd, sem mér svo tókst og prófuðum við líka að halda á einhverri regnbogaslöngu...erum semsagt orðnar sjóaðar í slöngunum núna (allt myndfest til staðfestingar). Um kvöldið gistum við svo í Croydon sem er um 200 manna bær...ja eða krummaskurður öllu frekar. Við gistum á bæjarkránni (sem var svona eins og gömul hlaða) og svo virtist sem á sumum herberjum væri köngulóaræktun, svo mikið var um áttfættlingana-Gudda gella stóð sig eins og hetja en bjórinn hjálpaði líklegast eitthvað til við það. Það vildi svo skemmtilega til að við hittum akkúrat á jólaveislu bæjarbúa en karlmennirnir sáu um að grilla og dæla bjórnum meðan konurnar framreiddu meðlætið. Á meðan á BBQ-inu stóð var tískusýning og módelin voru ca. átta stelpur á aldrinum 5-10 ára. Það undarlega við tískusýninguna var að þessi ungu módel voru stífmáluð og sýndu allt frá barnafötum upp í sparikjóla og brúðarkjóla. Til þess að kjólarnir pössuðu voru þeir bundnir saman hægri og vinstri svo þeir myndu passa. Þegar heimamenn höfðu svolgrað niður nægilega mörgum bjórum gáfu þeir sig á tal við okkur og það voru vægast sagt margir áhugaverðir karakterar þar á ferð. Stemmarinn var einstakur og ég vildi óska þess að við höfðum náð þessu á videovél! Við Guðrún vorum kynntar fyrir ,,jólasveininum‘‘ eldgömluum fúlskeggjuðum karli sem var varla meira en 40 kíló. Að sjálfsögðu þurftum við að ná mynd af Gunsu í fanginu á jólasveininum svo hún fékk að setjast hjá honum og hvísla að honum pakkaóskunum sínum...þetta náðist á myndavél svo við höfum sannanir fyrir að hafa hitta ástralska jólasveininn!!!

Eftir því sem við ferðuðumst nær Darwin, fækkaði byggðu bóli og beljunum fjölgaði. Klósettaðstaðan er einnig eftir því en wc-aðstaðan var vægast sagt ansi frumstæð í langflestum tilvikum!! Maður var orðin svo síaður inn í aðstæður að áður en maður fór á klósettið hugsaði maður með sjálfum sér ,,ætti ég að fara á klósettið með froskunum eða ætti ég að fara á klósettið með köngulóunum og maurunum´´. Það er oft talað um að Ísland sé dreifbýlt en í Northern Territory...eða ,,óbyggðunum‘‘ er stundum enginn bær og því síður sveitabær nokkur hundruð kílómetra. Eyðimerkurlandslag er ráðandi hér enda sem gerir það að verkum að hér er svo fátt fólk en í NT búa aðeins um 200.000 manns í það heila. Nautgripir eru aðallega til kjötframreiðslu en til þess að nautgripirnir geti lifað hér í hitanum og við þessar aðstæður var um fjórum kúakynum blandað saman og útkoman er ansi sérstakar beljur sem minna á kýrnar í Afríku. Á einni landareigninni sem er nota bene um 200.000 ferkílómetrar voru um 84.000 nautgripir. Það er skemmst frá þvi að segja að smölun þeirra fer fram á þyrlum!
Í ferðinni voru aðallega ungt fólk enn fimm einstaklingar vory yfir ca. 50 ára. Við kynntumst fljótlega tveimur þýskum strákum og einum svissneskum og við vorum ansi dugleg að kæla okkur niður með köldum bjór á kvöldin. Það voru líka þrjár hollenskar stelpur í ferðinni og áhugi okkar Guðrúnar á hollensku fór hratt niður á við eftir að hafa hlustað á þær babla saman í fjóra daga. Og það sem meira var, þær voru helmingi verri þegar þær drukku Red Bull orkudrykkinn!!!

Aðra nótt ferðarinnar gistum við í hálfgerðum lúxus en það fengu allir sérherbergi sem vildu. Það var líka fínt að fá smá lúxus inn á milli því kvöldið eftir gistum við á vegahosteli þar sem voru margfalt fleiri froskar en gestir. Það voru froskar í sturtu með okkur og ofan í klósettunum. Við veltum því fyrir okkur við Guðrún hvort við ættum að láta á það reyna hvort draumaprinsar okkar reyndust vera í frosklíki í óbyggðum Ástralíu en sáum fljótlega fram á langa nótt miðað við allan þann fjölda froska sem við sáum!

Við keyrðum alls 2900 kílómetra og dagleiðirnar voru allt upp í 900 kílómetra sem þýddi að við þurftum að vakna um kl. hálf 6 alla daga! Þetta var samt mjög góð og áhugaverð ferð. Gædinn var fínn og sagði okkur frá öllu milli himins og jarðar en eitt að því áhugaverðara sem hann fræddi okkur á var að í NT er enginn hámarkshraði en meðalhraði bílanna er víst e-ð um 160 km á klst!! Þegar við komum loks til Darwin fór svo til hver í sína áttina en hópurinn hittist aftur um kvöldið til að borða en allur matur og gisting var innifalið í ferðinni þessa fjóra daga. Það vildi svo skemmtilega til að lokakvöldið var haldið á bar þar sem voru alls konar leikir og uppákomur svo maður gæti unnið sér inn bjórkönnur!! Nú öllu jafna erum við ekki heppnar í spilum né ástum ef við eigum að skilgreina það eitthvað frekar. Við vorum báðar dregnar upp á svið til að taka þátt í Didgeridoo keppni, en hefðbundinn Didgeridoo er ástralskt frumbyggjahljóðfæri sem er holt trérör sem á að blása í og þá á að koma fallegur hljómur. Það sem var þó öllu öðruvísi í þessari keppni var að þeir voru með ryksögurör. Það voru ca. tíu keppendur og við Guðrún vorum líklega þær einu sem gátum þetta ekki eins og hinir. Ég var ekki á því að tapa líter af fríum bjór til einhverra annara keppenda svo ég lék af fingrum fram og hálf sönglaði í rörið í stað þess að blása. Það féll greinilega í kramið hjá fólkinu því ég VANN keppnina og fékk bjórkönnu að launum. Kvöldið var ótrúlega skemmtilegt...the beer kept coming...og í góðum félagsskap strákanna skemmtum við okkur vel fram eftir morgni!! Eitthvað var um að fólk vaknaði ekki upp í sínum rúmum en það hefur ekkert með okkur að gera?!

Dagurinn eftir fór í þynnku...sem er sjaldgæft ástand hjá okkur, ótrúlegt en satt! Það er öllu jafna verulega heitt og rakt hérna í Darwin þegar regntímabilið er í gangi en það þýðir sviti, sviti, sviti og meiri sviti!!! Við tókum daginn því rólega í herberginu okkar sem er með lúxusloftkælingu, enda dugir ekkert minna í þessum hita. Um kvöldið fórum við út að borða með svissneskri stelpu sem deildi með okkur herbergi en hún átti afmæli í gær. Hún vildi endilega fara niður að bryggju til að borða en hún hafði greinilega gleymt að spyrja nánar út í fjarlægðina þangað en við vorum klukkutíma að labba þangað, í ca. 35 gráðu hita um kvöldið. Þegar við komumst loksins niður að bryggjunni var þetta ekkert rosa spes og maturinn bara lala! Við tókum svo leigubíl til baka og þurftum að sjálfsögðu smá bjór á eftir til að kæla okkur niður. Við hóuðum svo í strákana sem komu og drukku okkur til samlætis en sá svissneski var að fara í ferð í dag svo við vorum að kveðja hann-erum þegar farnar að sakna hans....enda eðal eintak á ferð.

Í dag fórum við svo í krókódílagarð og héldum á krókódíl, aðallega til að sjá hvernig skinnið færi okkur ef við myndum skella okkur á e-r töskur..hehe. Við hittum sennilega þýsku strákana í kvöld þar sem við erum að fara á morgun og þeir halda áfram til Perth en við til Melbourne svo við hittum þá líklega ekki aftur hér í OZ. Við eigum flug um hádegi á morgun og förum þá til Alice Springs þar sem við gistum eina nótt og förum þaðan til Uluru, Kjata Tjuta og Kings Canyon. Við fljúgum svo til Melbourne á sunnudaginn þar sem íbúðin hennar Silvíju bíður okkar. Við erum orðnar spenntar að komast til Melbourne og fá Siggu í heimsókn...já og svo erum við auðvitað spenntar fyrir jóla-djamms-törninni!! Þá verður sko slett í klaufunum!

fimmtudagur, desember 16, 2004

Myndir...myndir...myndir

ja tad eru komnar myndir! Taer eru undir Myndir 1 her haegra megin ...myndatextar koma seinna!


Travelling light! Posted by Hello

A ferd um NZ...erum ad reyna ad koma myndum inn...vinsamlega synid tholinmaedi!! : )

föstudagur, desember 10, 2004

hausverkur

Ekki veit eg hversu mikil gaedi verda i thessu bloggi en thad er sma hausverkur i gangi....ekki veit eg hvort hann se ut af raudvininu sem eg drakk i gaer eda ollu malinu i Kimberly-hun talar nefnilega gedveikt mikid og og thvilikt hratt...sagdi mer ad hun vaeri kollud "machine gun" i Bndarikjunum thvi hun talar svo hratt-eg atti ekki erfitt med ad trua tvhi!
Allavega vid forum semsagt ut ad borda med Astralanum, sem reyndist bara vera myndarlegasti naungi...Matt Damon look alike. Vid renndum nidur einu m 3 raudvinsfloskum-misstum af sidustu rutunni heim og turftum ad taka leigubil...sem var MJOG dyr. Vid akvadum samt ad fara a sma pobbarolt her i Cairns-en dyraverdirnir eru mjog strangir herna a ad folk se ekki of fullt og var Kimberly stoppud og meinadur adgangur inn...sem eg verd ad segja var algjort rugl....allavega, eg gafst upp og for upp a herbergi og skildi turtildufurnar eftir. Thegar eg kom upp a herbergi var gedveikt heitt (held ad loftraestingin se bilud) ...eg reif mig ur ollu nema naerbuxunum og henti mer upp i rum....svo vakna eg i thviliku hitakofi i morgun og lit i kojuna vid hlidina-ta hafdi hun dregid hann med heim!....eg var semsagt med svona "aukashow" fyrir hann-thau hlogu bara thegar eg reyndi ad fela brjostin a mer undir litlum kodda sem eg helt a og a endanum var strakurinn kominn i mina koju og spurdi mig hvort allar stelpur a Islandi vaeru jafn saetar og eg...... eg akvad bara ad forda mer ut og sit eg tvi her a internetinu i theirri von um ad tau fari ut ur herberginu sem fyrst svo eg geti fengid mer ad borda. En kvoldid var samt mjog skemmtilegt.
Eg er samt fegin ad Brynja komi i dag ....og norsku stelpurnar lika! Vid aetlum nefnilega allar ut i kvold og mala baeinn raudan. Vid Brynja verdum samt ad vakna klukkan 05:30 i fyrramalid thvi vid erum ad fara ad starta 4ra daga rutuferdinni okkar til Darwin og eg sa a "schedulinu " ad tad er 2ja klukkutima ganga i regnskoginum a morgun....? ad sitja i rutunni a medan hehe hhe-mer likar nefnilega ekki of vel vid dyralifid i skogunum herna.
Ja, fyrir tha sem ekki vita tha er Brynja a kofunarnamskeidi ut a Great barrier reef-eg akvad ad thetta vaeri of haettulegt fyrir mig og let mer naegja ad snorkla.
Gaerdeginum eyddi eg svo i mollinu og keypti 5 jolagjafir handa Brynju og eg hafdi tha reglu ad fyrir hverja gjof handa henni keypti eg eina handa MER!...eg semsagt keypti mer 3 pils, 3 boli, 2 belti og 2 naerbraekur a 5000 kronur -verd ad segja thad "ALGJOR KJARAKAUP". Kom heim voda anaegd thangad til eg setti gossid ofan i tosku. Sem betur fer sendi eg samt heim 8 kilo af doti i sidustu viku!
Jaeja aetli thad fari ekki ad vera ohaett ad fara heim......
Goda helgi!

fimmtudagur, desember 09, 2004

Jaeja nu er Brynja buin ad vera 2 daga i burtu fra mer og eg held eg se ad fa frahvarfseinkenni. Er komin med tvo nyja herbergisfelaga, bandariska stelpu sem heitir Kimberly og er eins amerisk og hugsast getur og svo sudur koreska stelpu sem heitir Jin. Jin gerir nu litid meira en ad segja okey okey og hi hi hi hi....og veit madur aldrei hvad hun skilur og skilur ekki. Kimberly er hins vegar vidraeduhaefari...vid forum ut ad borda saman a sushi stad i gaer og hun sagdi mer allt fra deitinu sinu vid 22ja ara astralskan gaur (sem by the way vid erum ad fara ad hitta i kvold aftur)....hun sagdi mer ad hann vaeri aedislegur a allan hatt og tau hafi att svo audvelt med ad spjalla...eftir ad vid vorum bunar ad rolta i klukkutima eda svo dettur mer allt i einu ad spyrja hana hversu gomul hun se (en eg var buin ad segja Brynju ad hun vaeri liklega ad skrida i tritugt og fannst hun ivid gomul fyrir hann)....HEYRDU.....ta segir hun mer ad hun se fertug!....eg bara what...tu hlytur ad vera ad grinast i mer....en neibb! Tetta var ekki grin og eg verd ad segja tad ad konan litur ekki ut fyrir ad vera mikid eldri en eg- og er eg spurd um skilriki a odrum hverjum stad sem eg droppa inna herna i Astraliu og NB aldurstakmarkid er 18 ar!!!.....Hun var meira ad segja lika spurd um skilriki i gaer og tegar bartjonninn sa skrilrikid sagdi hann bara: "Tu hefur lifad godu lifi". Ta for eg ad hugsa tad ad hun hefur aldrei att mann og born-tannig ad eg og Brynja eigum kannski sens a ad verda svona unglegar fertugar!!! WHO KNOWS!
Allavega aetla ad rjuka i mollid-allt til ad halda mig fra solinni, tvi med tessu aframhaldi fer folk ad rugla mer vid frumbyggjana og teir eru ekkert of vinsaelir her medal almennings!

þriðjudagur, desember 07, 2004

????

Fatta tetta ekki....bloggid vill ekki inn :(

Cairns

Sælt veri fólkið!
Símhringingum um hvort við séum á lífi hefur farið fjölgandi og höfum við því ákveðið að koma með viðburðaríka ferðasögu hið snarasta! Við erum semsagt á lífi og höfum það bara ansi gott í sólinni og hitanum hérna í Ástralíu.
Nú við lentum í Brisbane þann 24.nóvember og tókum 19 og 1/2 klst. lest til Whitsunday Islands og fórum í þriggja daga skútuferð út á eyjarnar. Ferðin var mjög góð í heildina litið en því miður rigndi fyrsta daginn og hálfan þann næsta....það rættist þó úr veðrinu...sem betur fer. Eyjarnar voru fallegar og sjórinn blár og sáum við skjaldbökur á sundi öðru hvoru....mjög krúttlegt. Skútan var mjög snyrtileg og fín og deildum við henni með 10 öðrum, Hollendingum, Áströlum, Portúgölum, Kanadabúum og Japana. Mjög fjölbreyttur hópur sem er alltaf gaman...fólkið var þó í aðeins of rólegri kantinum og allir komnir í bólið um tíuleytið-nánast. Eftir skútusiglinguna ákváðum við að eyða einum sólarhring á Airlie beach og lágum við eins og skötur við manngerða strönd fram að kvöldi og djömmuðum svo með herbergisfélögunum um nóttina. Ætlunin var nú samt ekki að taka alveg svona vel áðí -en fór sem fór og þurftum við að sitja....jah nokkuð þunnar (allavega ég Gudda gella) í 10 klst. rútuferð til Cairns daginn eftir. Þegar við mættum til Cairns voru Elsa, Maggi og Rebekka komin og hittum við þau um kvöldið til að skoða bæinn og plana næstu daga. Plönin voru ekki af smærri endanum en við ákváðum að fara í útsýnisflug yfir kóralrifin og siglingu um þau líka (Brynja ákvað hins vegar ekki að fara í siglinguna þar sem hún er að fara á köfunarnámskeið í vikunni og mun kafa um rifin í þrjá daga). Flugið var alveg magnað og frábært að sjá hvernig kóralrifin liggja í sjónum og mynda alls kyns mynstur. Siglingin var líka frábær...veðrið æðislegt, báturinn fínn og mjög gaman að snorkla-sáum alls konar skrautfiska. Hápunkturinn fannst mér samt vera þegar við fórum í hálfgerðan submarine (bátur sem er hálfur ofan í vatni og hálfur upp úr) og sigldum inn á milli kóralrifa.....var næstum eins og maður væri að synda með fiskunum og að ekki sé minnst á hversu vel maður gat skoðað rifin. Sáum líka nokkrar skjaldbökur á sundi og náði ég ansi góðum myndum....
Föstudagskvöldið var svo tekið í að skoða næturlífið hérna í Cairns.....það er alltaf sama sagan hvar sem maður er í heiminum....ÍRSKIR PÖBBAR KLIKKA ALDREI! Fyndnasta við kvöldið var samt að við, ásamt Elsu og Magga, ákváðum að taka bara teppi og sitja í grasinu við ströndina og drekka þar og hafa það notalegt-en fyrri part kvöldsins var eldshow þarna og tónlist. Eftir að við höfðum drukkið þarna í einhverja klukkutíma og ekki tekið eftir að allir í kringum okkur voru farnir kom öryggisvörður og sagði við okkur að það væri bannað að drekka á almannafæri í Queensland og það væri búið að ná okkur á myndavélum. Við hlógum bara og sögðum að við værum frá Íslandi og að þar mætti allt. Hann röltir hægt frá okkur og segir...”svo fara líka grasvökvararnir í gang...........NÚNA!” og allt í einu gusast vatn á okkur öll og hann skellihlær eins og tröll. Við reyndum að rúlla teppinu utan um okkur og hlaupa í skjól...sem var ákkúrat þar sem vörðurinn stóð ....ENNÞÁ HLÆJANDI....og þá fór hann að segja okkur að lögin væru svona út af frumbyggjunum-þeir myndu drekka svo mikið og vera með læti og ganga illa um. Svo eftir smá spjall benti hann okkur á alla staðina þar sem væru engar myndavélar og bauð okkur að drekka þar í friði. Við vorum hins vegar komin með nóg af blauta grasinu og ákváðum að halda áfram ,,heima‘‘ á hosteli. Ég held við höldum okkur þar hér eftir!
Annað sem við erum búnar að gera hérna fyrir utan að liggja í sólbaði og rölta um bæinn.....við fórum til Kúranda sem er bær rétt norðan við Cairns-fórum á markað þar. Keyrðum upp til --Port Douglas og skoðuðm strendurnar þar...mikill hiti og sjórinn vel volgur...
Röltum að Barron falls sem eiga að vera fallegir fossar en við flokkuðum þetta ekki undir foss frekar en fossana sem við skoðuðm í Nýja Sjálandi...það kemur meira vatn þegar maður sturtar niður í klósetti heldur en þessum fossum.....merkilegt að mega kalla þetta fossa! Á þeim myndum sem við höfum séð af fossunum eru þeir oft ansi vatnsmiklir. Vatnssmagnið fer þó líklega að aukast í fossunum á næstu vikum þar sem regntímabilið er á næsta leiti.
Einnig fórum við á hálfgert sýningarsetur frumbyggja hér um slóðir og fengum smá menningar-og sögufræðslu ásamt því að læra að kasta boomerangi, spjótum og sjá frumbyggjana dansa og syngja....sem var reyndar mjög fyndið en metnaður við að syngja lagið “I´m proud to be Aboriginally” var ekki mikill og áttum við öll í mestu erfiðleikum með að hemja hláturinn...kannski eru þeir ekkert svo stoltir með það-veit ekki!
Annars eyddum við mestöllum gærdeginum í að plana ferðalagið okkar alveg niður í Melbourne en þar ætlum við að eyja jólum og áramótum. Sigga vinkona ætlar meira að segja að koma og eyða jólunum með okkur. VIÐ HLÖKKUM MIKIÐ TIL AÐ FÁ ÞIG!
Svona hljóðar planið gróflega:
11.desember-förum í 4ra daga “skipulagða” rútuferð til Darwin sem stoppar á öllum helstu stöðunum á leiðinni.
17.desember-tökum flug til Alice Springs-leigjum bílaleigubíl og gistum þarna í eina nótt...eiginlega samt hálfa því það verður brottför frá hostelinu í kringum 05:00-já, já það er ekki allt eintómt dekur að vera að ferðast!
18. desember-liggur leiðin til Uluru með stoppi í Kings Canyon og The Olgas.
19.desember-Fljúgum til Melbourne frá Uluru og komum okkur fyrir þar og bíðum eftir Siggu og plönum hvað gera skal á milli jóla og áramóta.
EKKI SLÆMT-NÓG AÐ GERA OG NÓG AÐ SJÁ!
.......þangað til næst.....................

Ja og Groa....TAKK fyrir ad vera svona dugleg ad hringja...alltaf gaman ad heyra i ter!!!