miðvikudagur, janúar 19, 2005

Fra Port Macquarie

Her kemur eldra blogg sem var skrifad adur en eg (Brynja) for til Tamworth og Gudrun og Sigga til Coffs Harbour.

Jæja það hlaut að koma að því að við myndum fara á ferð á ný og blogga meira!

Ég (Brynja) sit núna ein (kannski ekki alveg ein...það eru um 25 manns á hostelinu) í Port Macquarie en Guðrún og Sigga eru farnar til Coffs Harbour. Leiðir hafa skilið í bili en Sigga og Gunsa ákáðu að drífa sig upp austurströndina á meðan ég færi að reyna við kúrekastráka í Tamworth, en það er kántrí festival í uppsiglingu...og það sem meira er ég mun reyna að ná landskeppninni í Bullriding!! Hversu mikið stuð það verður er ekki gott að segja þar sem ég hef aldrei fylgst með slíkri keppni en ég geri þó ráð fyrir mörgum áhugaverðum einstaklingum sem geta frætt mig um eitt og annað sem snýr að nautgripareið, kántrídansi og kántrítónlist.
En hér kemur ferðasaga síðustu daga.

Canberra-Fórum til höfuðborgar Ástralíu frá Melbourne með smá viðkomu í stuðbænum Albury sem sumir vilja líkja við Hvolsvöll á Íslandi. Svo mikil er rokkstemmingin þar! Canberra tók á móti okkur með ansi reffilegum skúrum ja eða öllu heldur grenjandi rigningu en við þvældumst um borgina og skoðuðum nokkur söfn. Það var vel þess virði að gera sér leið til Canberra þrátt fyrir alla lognmolluna sem er við lýði þar, náðum að gleyma okkur á þjóðminjasafni Ástrala í eina fjóra tíma. Geri aðrir betur.

Eftir alla menninguna í Canberra fór ómenningin í Sydney að toga í okkur en við komum þangað á fimmdudeginum síðasta og yfir helgina í einu mesta sukkhverfi Sydney, öðru nafni Kings Cross þar sem heimislausa fólkið, dópistarnir, hórurnar og bakpokaferðalangar ala manninn. Við náðum þó ekki alveg að falla inn í hópinn í þessu stutta stoppi, enda alltof miklar pæjur til að okkur sér ruglað saman við hálfnakta heimilislausa dópista. Við vorum meira en lítið fegnar að sjá sjónvarp á herberginu okkar og því er skemmst frá að segja að það var vel nýtt. Við vorum meira að segja svo ástfangnar af sjónvarpinu að við fórum ekkert út á föstudagskvöldinu. Já ég veit...algerir lúðar að djamma ekki í Sydney...en við kíktum þó út á laugardagskvöldinu til að bæta upp fyrir það. Okkar reynsla af Áströlum hingað til er m.a að þeir eru óvenju regluglaðir og miklir lagadýrkendur og það kom einnig fram í Sydney. Guðrúnu var meinaður aðgangur að írskum pöbb á pallíettuskóm en skóbúnaður hennar taldist vera ólöglegur á þessum undarlega stað. Dyravörðurinn benti okkur á skilti þar sem stóð að það væri fólki á sandölum og bandalausum skóm (strapless shoes) væri ekki hleypt inn. Sá sem setti þessar reglu hefur ekki meira vit á skóbúnaði kvenna en það að hann gerir ekki ráð fyrir konur eigi bandalausa skó. Það er augljóst að Sex and the City hefur ekki náð nægilegri útbreiðslu hér í Ástralíu!
Eftir þessa uppákomu héldum við á aðra staði til að hreyfa á okkur rassana og bæta upp fyrir alla óhollustuna síðustu daga...hummm....vikur...hummm.....mánuði...Úpps! Það var fínt en því miður fáar slúður sögur sem gerðust þar.

Við hittum svo Allie og Cameron á sunnudeginum og fórum niður að Bondi til að horfa á fallega fólkið og ströndina...og gúffa í okkur einum góðum hammara! Þau keyrðu okkur síðan um alla borgina og við stoppuðum á ýmsum stöðum til að sjá Óperuhúsið og höfnina frá öllum mögulegum sjónarhornum. Það var rosalega gaman að hitta þau aftur og við hlökkum mikið til að fá þau í haimsókn í sumar.

Við fórum svo til Port Macquarie á sunnudagskvöldinu og vorum komnar þangað laust eftir miðnætti. Gaurinn á hostelinu sótti okkur og virkaði fyrir að vera mjög næs en við sáum fljótlega að hann er ekki allur þar sem hann er séður...hann er virkilega furðulegur og það er einhver hundur í honum...auk þess sem hann virðist vera hinn mesti perri en hann er lítið fyrir að banka á hurðir heldur veður bara inn á herbergin. Svo frétti ég eina helv... góða slúðursögu um að hann sé að tæla ungar, fátækar, bakpokastelpur inn til sín, allavega gisti ein 18 ára þýsk smástelpa hjá honum síðustu nótt...kannski er þetta svona greiði á móti greiða fyrirkomulag...hún að spara og hann...já förum ekki nánar út í það...you get my point!

Allavega...þetta er það sem við höfum brallað síðustu daga...þið fáið frekari fréttir þegar Bjórbumburnar hafa sameinast á ný í Byron Bay í næstu viku!


3 Comments:

Vildi þakka fyrir flotta kortið sem ég fékk frá þér skvísa...
Alltaf gaman að sjá hvað þið eruð að bralla skvísur..og flottar myndir :)
kv.
Guðfinna Alda

By Anonymous Nafnlaus, at 19. janúar 2005 kl. 18:24  

Svona forvitni, eruði stúlkurnar með guide í LA? Kannski bara stutt stopp?

Kv.
DaðiDanskaKrulla

By Anonymous Nafnlaus, at 20. janúar 2005 kl. 16:00  

Saell Dadi, gaman ad heyra fra ter....vid stoppum i LA i tvaer vikur og aetlum ad fara til Las Vegas, Grand Canyon og San Fransisco....vid erum ekki med guide hehehe...ekki alveg svo gott! gudrun

By Blogger B&G, at 21. janúar 2005 kl. 02:56  

Skrifa ummæli