miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Fastar i Köben!

Já já maður reynir að nýta tímann sem maður hefur á flugvellinum með að hanga á rándýru neti og setja inn blogg! Erum búnar að hanga hér í 8 tíma...og það sér varla fyrir endan á þeirri skemmtun en það á að athuga með flug kl. 8. Það mun þýða að við komumst í loftið og níu og þá erum við búnar að hanga hér í 11 fjárans tíma! Það gat svosum ekki verið að við myndum í alvörunni getað farið í kringum heiminn án þess að týna farangri eða þurfa að bíða einhvers staðar í hálfan sólarhring, heppni er einfaldlega ekki okkar, við erum meira svona mis þegar kemur að öllu svona!

En meðan þið hafi okkur ekki í eigin perósnu þá er hér að finna eldra blogg frá LA.

Staddar í LA og höfum það notalegt yfir sjónvarpinu en það er búið að vera ansi mikil keyrsla á okkur síðustu dagana hérna í Kaliforníu. Byrjum samt á Fiji....

...Við vorum semsagt í 8 daga á Fiji og eyddum þar af fimm dögum á Kóralströndinni og þremur dögum á lítilli eyju sem heitir Beachcomber. Það er óhætt að segja að við höfðum það ansi náðugt á Fiji og gerðum lítið annað en að njóta lífsins og sleikja upp sólina...þ.e. þá daga sem hún skein-en við fengum 4 daga af 8 í sól!! Fyrra hótelið sem við vorum á var fallegt hótel í fallegu umhverfi en af einhverjum ástæðum var fólk ekkert að hafa fyrir því að tala við okkur og þar með talið starfsfólkið. Við vorum alvarlega farnar að halda að það gengu um okkur einhverjar kjaftasögur....og ekki hjálpaði það til að í hvert skipti sem þrifið var hjá okkur voru ný skordýr í herberginu okkar....kakkalakkar og eðlufjölskyldur. Við létum nú ekki fara svona með okkur og afþökkuðum þrifnað á herberginu okkar (að vísu ætluðum við bara að vera nice við starfsfólkið með því að hlífa því....en svo varð þetta afsökun fyrir því að losna við pöddurnar). Á Beachcomber breyttist þetta nú aðeins en þar var starfsfólkið mjög hresst og skemmtilegt...en hinir gestirnir höfðu greinilega heyrt kjaftasögurnar um okkur og pössuðu sig á því að yrða ekkert á okkur. Við reyndum þó eins og rjúpur við staurinn og kíktum á barinn og dönsuðum í sandinum......en bara samt við hvor aðra! Við vorum ekki einu sinni spurðar um eld...fólk sem sat á sama borði fór frekar yfir á næsta borð! Óhætt að segja að við vorum hálffegnar þegar við flugum yfir til LA.

Nú þegar við komum til LA beið Halli á þessu líka flotta hóteli eftir okkur. Því miður áttum við engar pening til að gista á því og lögðum til að við myndum leggja af stað í keyrsluna miklu strax um kvöldið. Við leigðum þetta líka flottan jeppa og lögðum af stað til San Francisco eins og lítil kjarnafjölskylda. Ákváðum að keyra meðfram ströndinni en það er eitthvað sem við mælum eindregið með....mjög falleg leið. Mættum að kvöldi til San Francisco og rúntuðum aðeins um borgina og fengum okkur mótel frekar nálægt miðbænum. Vöknuðum snemma og keyrðum yfir Golden Gate og tókum myndir af borginni (en við vorum svo heppin að við fengum fallegt veður alla ferðina...meðan Halli var með okkur). Að því loknu fórum við með ferju yfir til Alcatraz og röltum um fangelsið og hlustuðum á sögur ásamt því að tala við fyrrverandi fanga....bankaræningja sem sat í fangelsinu í fjögur ár. Við þurftum að fylgja strangri Schedule og nýta daginn sem best og röltum því næst um Fisherman´s Wharf....stoppuðum á Hooters á leiðinni-en Halli gat ómögulega gengið þar fram hjá án þess að kíkja aðeins inn. Ekki merkilegt það verð ég að segja....en bjórinn stóð fyrir sínu...að ég held. Að því loknu keyrðum við í Ashbury Haights...en það er svona hippahverfi í SF, mjög gaman þar og auðvelt að eyða heilu dögunum í að rölta þar um. Daginn lukum við svo á því að að fara Down town og kíktum aðeins í mollin og fengum okkur að borða á grískum veitingastað. Sameiginleg niðurstaða er sú að San Francisco er mjög heillandi og skemmtileg borg og vel þess virði að kaupa flug frá Íslandi og kíkja þangað í viku eða svo.

Næst lá leiðin til Las Vegas...keyrðum aðeins áleiðis um kvöldið-sváfum í litlum bæ og lögðum svo af stað mjög snemma um morguninn daginn eftir. Vorum komin um kvöldmatarleyti til Vegas og rúntuðum um í ljósadýrðinni og plönuðum dagana sem átti að taka með stæl í Vegas. Ákváðum samt að keyra í áttina að Grand Canyon til að vera komin aðeins fyrr til Vegas daginn eftir. Grand Canyon er mjög fallegur staður og held ég að við öll værum til í að koma þangað aftur. Að vísu var þetta mjög kaldur dagur (snjór meðfram vegum) en engu að síður mjög fallegur dagur. Þegar við komum til Vegas aðeins seinna en við ætluðum okkur, fundum við okkur hótel á Strípunni (Las Vegas blvd)...fengum okkur í glas og röltum milli allra stóru hótelanna með Casínóum....því við vildum sko sjá ALLT!!! Sem við svo gerðum en munum kannski ekki alveg eftir öllu sem við sáum.....eftir 04:00. Fórum öll heim í sitt hvoru lagi-en enduðum öll heima á hóteli sem má teljast nokkuð gott. Stilltum vekjaraklukkuna vitlaust og tékkuðum okkur klukkutíma of seint út af hótelinu...sem má eiginlega líka teljast nokkuð gott því ástandið var ekkert svakalega gott. Keyrðum í aðal mollið á svæðinu og fengum okkur að borða og Halli og Brynja fengu sér nudd. Að því loknu fórum við upp í himinháann turn þar sem Halli fór í rússíbana og einhver fleiri tæki....ekki skil ég hvernig hann fór að því....en þetta tókst honum. Las Vegas var æði og vel þess virði að kíkja þangað aftur. Um kvöldmatarleytið lögðum við svo af stað til Los Angeles, drifum ekki alla leið það kvöldið og gistum á móteli í Barstow. Þegar við komum til Los Angeles ákváðum við að nýta birtuna og keyra um Sunset blvd, Hollywood blvd og Beverly Hills. Reyndum eins og við gátum að finna hús frá einhverjum frægum en án árangurs. Um kvöldið beið okkar svo partý hjá Adda vini hans Halla og þangað fórum við eftir að hafa fundið okkur hótelherbergi niðrí bæ ekki svo langt frá Adda. Það var nú mikil þreyta í fólkinu eftir allt ferðalagið en við kíktum samt í partý til Adda en fórum ekkert út á lífið og það var farið í háttinn snemma. Halli fór svo til Noregs morguninn eftir og við fundum okkur herbergi á Melrose Av og höfum verið þar síðan. Kíktum í Beverly Center í dag og misstum okkur smá í verslunum og stefnum á að rölta Hollywood Blvd á morgun og skoða stjörnurnar. Við fljúgum héðan næsta sunnudag til Kaupmannahafnar og komum heim miðvikudaginn 16.febrúar. Fyrir þá sem ekki vita það nú þegar ætla ég (Guðrún) að fara aftur á Hvolsvöll og vera þar út sumarið....hlakka mjög til að fara að vinna aftur og fá smá rútínu í lífið...og fyrir vini mína í Reykjavík sem eru að gráta yfir fregnunum, þá er stefnan að kaupa bíl og því verða heimsóknir auðveldari viðureignar heldur en í fyrra!

Þetta er semsagt staðan á okkur í dag og óhætt að segja að veran hér í Bandaríkjunum er búin að vera frábær endir á ferðalaginu okkar.

Heyrumst!

mánudagur, febrúar 14, 2005

Hvit jord i Koben

Jaeja!!!!!!

Vid erum a lifi! Tratt fyrir mikinn kulda her i Koben ta erum vid a lifi! Reyndar er spurning hversu lengi tar sem vid gatum ekki sofid neitt i fluginu yfir spenningi yfir ad "koma heim!" Vid erum bunar ad blogga langloku um Fiji og USA, lifernid i Vegas og tar fram eftir gotunum en tvi midur eru diskettur tad mikid a utleid ad tad reyndist mjog erfitt ad finna fullnaegjandi tolvuadstaedur i USA...og ja lika a tessu kaffihusi her i KBH! Bloggid kemur tvi liklega ekki inn fyrr en a fimmtudaginn tegar vid komum heim...ja tad styttist i okkur!

En jaeja ...aetlum ekki ad hafa tetta lengra i bili... H&M bidur eftir ad eg (Brynja) spredi skuringarorlofinu minu tar! O ja! Tad er sko gott til tess ad vita ad eg geti loksins leyst ut sidustu svitadropana ur skuringarvinnunni her i KBH i formi peninga!

anyways...knus&kram fra okkur og Kobenhavn!

Hlokkun til ad sja ykkur oll!